Fréttabréf  

Ekki missa af neinu!
Þeir sem óska eftir að gerast áskrifendur af fréttabréfi LEK get gert það hér. 

Lesa meira...

   

Samþykktir Landssamtaka eldri kylfinga (LEK)
(Eins og þær voru samþykktar á stofnfundi)

1. gr. Samtökin heita: Landssamtök eldri kylfinga. Heimili þess og varnarþing er í Reykjavík.

2. gr. Aðild að samtökunum eiga allir golfiðkendur, sem eru félagar í golfklúbbum er starfa innan vébanda Golfsamband Íslands og hafa náð lögaldri eldri kylfinga, eins og hann er ákveðinn á golfþingi, nú 50 ára er varðar konur og 55 að því er karla varðar.

3. gr. Tilgangur samtakann er: Efling golfíþróttarinnar meðal félaga þeirra, m.a. með aukinni aðild að skipulagningu keppnismóta á vegum GSÍ og hvaðeina annað það sem verða má til aukinna kynna félaga samtakanna innbyrðis.

4. gr. Samtökin eru sérstök deild innan GSÍ og hlýta reglum þess og ÍSÍ að því er alla starfsemi varðar. Í skiptum við erlenda aðila koma samtökin fram sem sjálfstæður aðili í nafni íslenskra eldri kylfinga, en keppendur og fulltrúar samtakanna bera merki þeirra. Samtökin eru aðili að Evrópusambandi eldri kylfinga og er heiti samtakanna á erlendum málum; Iclandic Golf Association eða L´ Association Islandis de’Seniors Golfeurs, en í styttingu og í merki samtakanna: GOLF SENIOR ISLAND.

   

Auglýsingar