Fréttabréf  

Ekki missa af neinu!
Þeir sem óska eftir að gerast áskrifendur af fréttabréfi LEK get gert það hér. 

Lesa meira...

   

MP banki og LEK hafa gert samkomulag um samstarf til a.m.k. þriggja ára. Markmið samstarfsins er að efla starfsemi LEK og hvetja kylfinga til að njóta góðrar hreyfingar og úrvals félagsskapar með félögum sínum í LEK.  

MP banki mun veita árlega veita LEK styrk og veita fyrstu verðlaun í öllum flokkum viðmiðunarmóta auk þess að taka þátt í öðrum verkefnum LEK eins og LEK-deginum. Síðast en ekki síst verður haldið glæsilegt opið mót MP banka fyrir alla félagsmenn LEK sumarið 2011.  

„Við erum afar ánægð að vinna með LEK því golfið sameinar allt það besta sem lífið býður upp á, útivist í íslenskri náttúru, holla hreyfingu og ánægjulegar samverustundir með vinum og fjölskyldu. Vonumst til að sjá sem flesta á viðburðum LEK á næstu árum og njóta þess sem félagið býður upp á. Stjórnin vinnur mikið og gott starf í þágu félagsins og við hlökkum til að hefja undirbúning opna mótsins næsta sumar. “ segir Kolbrún S. Ásgeirsdóttir, forstöðumaður Sölu- og markaðssviðs MP banka.

“Við erum verulega ánægð með samstarfssamninginn sem við höfum gert við MP banka og hvetjum alla félaga okkar til þess að kynna sér þjónustu bankans á heimasíðu hans www.mp.is. Samstarfið mun styrkja og efla starf LEK og gera okkur auðveldara að ná til breiðari hóps kylfinga, bæði með MP bankamótinu, sem áformað er að halda seinni hluta júní mánaðar 2011, og ekki síður með LEK deginum sem haldinn verður í byrjun næsta sumars 2011 en þar mun MP banki leggja myndarlega hönd á plóginn segir Jóhann Pétur Andersen sem er tengiliður stjórnar LEK við MP banka vegna samstarfsins.”

Í tilefni af 25 ára afmælishátíð LEK mun MP banki veita 10 verðlaun á Golfgleði LEK 19. september.

 

Apríl 2014

Samstarfi LEK og MP banka er nú lokið að þessu sinni og er bankanum færðar bestu þakkir fyrir ánægjulegt samstarf.

   

Auglýsingar