Fréttabréf  

Ekki missa af neinu!
Þeir sem óska eftir að gerast áskrifendur af fréttabréfi LEK get gert það hér. 

Lesa meira...

   

Það stefnir í mjög góða þátttöku í Pingmótinu hjá GK

á uppstigningardag. Þetta mót hefur ávallt verið vinsælt 

meðal eldri kylfinga og verður engin breyting á því. LEK

telur þetta mót með í Öldungamótaröðinni svo það verða

mörg stig í boði fyrir góða frammistöðu. Hvaleyrarvöllur

mun skarta sínu fegursta og er það örugglega mörgum 

tilhlökkunarefni að leika hann núna. Þeir sem vilja kynna

sér völlinn nánar geta hér farið inn á heimasíðu Keilis

og skoðað góða kynningu á vellinum. Nú þegar hafa um 

170 manns skráð sig í mótið og á sú tala eflaust eftir

að hækka. Eins og ávallt verða væntanlega góð verðlaun

í boði í öllum þeim flokkum sem keppt verður í.

 

   

Auglýsingar