Fréttabréf  

Ekki missa af neinu!
Þeir sem óska eftir að gerast áskrifendur af fréttabréfi LEK get gert það hér. 

Lesa meira...

   

Húsatóftavöllur – Golfklúbbur Grindavíkur

 

Flatirnar á Húsatóftarvelli eru með þeim bestu á landinu.

Í sumum þeirra er mikið landslag, aðrar eru sléttar

en allar eru þær vel grónar með góðu rennsli.

 

Völlurinn er að stærstum hluta á sprungusvæði á milli Evrópu og Ameríku.

Sumar sprungurnar eru fullar af vatni og geta verið varasamar. Það er

einstakt að standa á sprungubrún með nakið hraunið all í kring

og slá niður í grænan sprungudalinn.

 

Nokkrar brautir liggja út við strönd og það er einstök stemming að 

leika golf með öldubrimið hvítfryssandi allt um kring.

 

 Brautirnar eru frekar þröngar og nauðsynlegt er að vera á braut. 

En á móti kemur að þær eru ekki langar. Húsatóftavöllur er ungur 

völlur og sumar brautirnar voru teknar í notkun sumarið 2012. 

Hannes Þorsteinnsson hannaði völlinn. Húsatóftavöllur er þegar 

orðinn glæsilegur golfvöllur sem reynir á kænsku og leikskilning. 

Grindvíkingar hafa fyrir nokkru tekið í notkun mjög glæsilegt

klúbbhús sem er sérlega vel staðsett.

 

 

  1.  
   

Auglýsingar