Fréttabréf  

Ekki missa af neinu!
Þeir sem óska eftir að gerast áskrifendur af fréttabréfi LEK get gert það hér. 

Lesa meira...

   

Garðavöllur á Akranesi er einn af bestu völlum landsins samkvæmt breskum vefmiðlum. 

 

Einnkenni vallarins

 

Mismunandi langar brautir þar sem tjarnir, holt og skurðir koma við sögu. 

Lengsta braut vallarins er 593 metrar af hvítum teig. Völlurinn er mjög vel gróinn og flatir 

mjög vel hirtar. Sandglompurnar eru mjög margar eða 67 talsins. 

Hannes Þorsteinsson skipulagði völlinn í upphafi. Á síðustu árum hafa skurðir verið 

rúnnaðir af og falla þeir betur inn í landslagið. Fyrstu þrjár brautirnar 

eru skemmtilegar, ekki langar en geta refsað kylfingum sem ætla sér um of. 

Garðavöllur er auðveldur í göngu og á að vera fljótspilaður.

 

Golfklúbbur Akraness var stofnaður 1965 en breytti um nafn árið 1970 

í Golfklúbbinn Leyni. Garðavöllur stendur á svæði sem heitir Leynir 

þaðan sem nafnið er dregið af.

 

Þegar þetta er skrifað eru 162 skráðir til þátttöku í mótinu. Glöggir keppendur

hafa e.t.v. tekið eftir nafnabreytingu á mótinu. MAX1 átti að verða styrktaraðili

á Korpunni en það verður látið bíða um sinn en Golfbúðin í Hafnarfirði tekur

við keflinu og er það frábært - Golfbúðin er flestum golfurum að góðu kunn.

 

Hinn kunni golfari, Sigurður Albertsson úr GS, verður einn þeirra sem 

mætir til leiks á Öldungamótaröð LEK.

 

 

   

Auglýsingar