Fréttabréf  

Ekki missa af neinu!
Þeir sem óska eftir að gerast áskrifendur af fréttabréfi LEK get gert það hér. 

Lesa meira...

   

Golfklúbbur Reykjavíkur hefur tilkynnt LEK að ekki verði hægt að láta 

MAX1 mótið fara fram á Korpunni þann 18. mai. Ástæðan er sú 

að ekki verður hægt að opna Grafarholtsvöll fyrr en eftir viku og 

því er ekki hægt að vera með opið mót á völlum GR. 

Það er þó enn opið að LEK mót geti farið fram hjá GR síðar í sumar.

 

Mótið verður því fært á Garðavöll á Akranesi.

 

LEK lætur þetta að sjálfsögðu ekki stoppa keppni eldri kylfinga

og hefur í staðinn fengið inni hjá Leyni á Akranesi á hinum ágæta

Garðavelli. Eiga Leynismenn heiður skilið fyrir að bregðast

svo skjótt við.

 

 

Skráning í mótið mun haldast óbreytt og verður flutt í heilu lagi yfir 

á Garðavöllinn. Vonandi sjá flestir sér fært um að taka 

þátt í mótinu þrátt fyrir þessa breytingu. Ef ekki þá eru 

keppendur beðnir um að afskrá sig þegar búið er að breyta skráningunni.

 

Ekki skemmir það fyrir okkur að spáð er sól og góðu veðri á sunnudag.

 

   

Auglýsingar