Fréttabréf  

Ekki missa af neinu!
Þeir sem óska eftir að gerast áskrifendur af fréttabréfi LEK get gert það hér. 

Lesa meira...

   

Af sérstökum ástæðum verður 2. mót Öldungamótaraðarinnar á Húsatóftarvelli í Grindavík í stað Hólmsvallar í Leiru. Eins og aðrir vellir á Suðurnesjum er Húsatóftarvöllur oftast fljótur að komast í gott leikástand á vorin og víst er að flatirnar í Grindavík eru með þeim skemmtilegustu á landinu. Eins og meginreglan er þá verður opnað fyrir skráninu tveim vikum fyrir mót og þá verða keppnisskilmálar mótsins kynntir. Á meðfylgjandi mynd má sjá kylfing slá inn á hina skemmtilegu lokaholu vallarins og þar fyrir aftan blasir við hinn ágæti golfskáli sem Golfklúbbur Grindavíkur hefur reist af miklum myndarskap. Vonandi láta eldri kylfingar þessa breytingu ekki slá sig út af laginu og fjölmenna á hinn skemmtilega Húsatóftarvöll.

18. holan á Húsatóftarvelli

   

Auglýsingar