Fréttabréf  

Ekki missa af neinu!
Þeir sem óska eftir að gerast áskrifendur af fréttabréfi LEK get gert það hér. 

Lesa meira...

   

Miðvikudaginn 2. október boðaði stjórn LEK til fundar með forsvarsmönnum sveita eldri kylfinga hjá golfklúbbunum. Rúmur tugur manns mætti á fundinn. Tilefnið er viðvarandi óánægja með fyrirkomulag keppninnar. þá einkum hversu fáir leikirnir eru og hversu snemma sveitir eru slegnar út. Menn eigi sér ekki viðreisnar von ef þeir tapa leik og verði þá óhjákvæmilega að keppa um botnsæti. Leikur um 7. og 8. sæti hefur einnig sætt gagnrýni. Hann hefur ekki neinn tilgang annan en þann að leiða í ljós hver fellur meira. Ýmsar tillögur komu fram um hvernig hægt væri að breyta þessu en niðurstaðan varð að stjórn LEK mun senda stjórnn GSÍ beiðni um að breyta reglugerð um sveitakeppni eldri kylfinga til samræmis við sveitakeppni meistaraflokka. Það er þó til umræðu að fjölga um einn í sveit þanngi að sveit verði skipuð allt að 9 leikmönnum. Gert er ráð fyrir að breyting þessi gildi fyrir 1. og 2. deild karla og 1. deild kvenna. Þetta mun hafa það í för með sér að skipta verður keppninni og hafa kynin aðskilin. 

 

   

Auglýsingar