Fréttabréf  

Ekki missa af neinu!
Þeir sem óska eftir að gerast áskrifendur af fréttabréfi LEK get gert það hér. 

Lesa meira...

   

Tvö viðmiðunarmót fara fram um næstu helgi. Á laugardaginn 10. verður viðmiðunarmót í fyrsta skipti á Hlíðavelli í Mosfellsbæ í umsjón GKJ. Nýjustu brautirnar eru allar að þroskast og á öllum nýju hlutanum eru stórar og góðar flatir. Flatir á eldri hlutanum eru ekki eins stórar en mjög góðar. Á sunndaginn 11. verður leikið á Selsvelli við Flúðir hjá GF. Völlurinn er ekki mjög langur, en nokkuð þröngur og gróðurinn er alltaf að aukast. Það er því eins gott að halda sig á braut. Það er von okkar að eldri kylfingar fjölmenni í þessi mót sér til ánægju og styrki með því starf LEK. Hörð keppni er í mörgum flokkum og vonandi verða veðurguðir okkur hliðhollir þessa daga.

GÁ.

   

Auglýsingar