Fréttabréf  

Ekki missa af neinu!
Þeir sem óska eftir að gerast áskrifendur af fréttabréfi LEK get gert það hér. 

Lesa meira...

   

70 ára + Spánn 2013

2. dagur Evrópukeppni 70+ í Marbella á Spáni.

Jens og Pétur 33 punktar

Hans og Ragnar 30 punktar

Sjonni og Óttar 31 punktur

Staðan er  http://www.guadalminagolf.com/imggolf/resultadosgolf/RESULTADO%20HANDICAP%202%20DIA.pdf en samlagningin á þeirri síðu er röng.

Ísland er nú í 9. sæti eftir tvo daga með 125 stig.

Veðrið hefur leikið við keppendur og hlýnar heldur á hverjum degi. Sól, logn og blíða. Hvers geta golfarar óskað sér frekar?

     Jens og Pétur fengu óskabyrjun á 1. braut í morgun þegar Jens setti niður fugl með 9 járni af 80 metra færi. Þetta setti þá í gott spilastuð félagana Jens og Pétur, en Íslendingarnir Pétur Valgeirs og Einar Ingvarsson sem spila fyrir Luxemborg duttu hins vegar hálfgert úr sambandi við þetta glæsilega högg og náðu sér aldrei á strik í dag.

     Það eru fleiri dýr en fuglar á golfvöllum Spánar eins og ég komst að raun um. Ég stóð og var að fylgjast með golfinu þegar ég verð var við hreyfingu niðri til hliðar við mig. Þá sést þar snákur einn sem skreið í átt að mér. Ekki veit ég hvor varð hræddari, snákurinn eða ég en snáknum brá væntanlega þegar ég tók flikk flakk og heljarstökk í burtu, dauðhræddur enda ekki vanur slíkum dýrum á Hvaleyrinni.

     Á morgun er einmenningur og hefja okkar menn leik um hádegisbilið.

Kv,

Tryggvi

   

Auglýsingar