Fréttabréf  

Ekki missa af neinu!
Þeir sem óska eftir að gerast áskrifendur af fréttabréfi LEK get gert það hér. 

Lesa meira...

   

Síðasta viðmiðunarmót LEK árið 2012 fór fram á Garðavelli á Akranesi í dag. Veðrið var frábært og allar aðstæður ágætar (að vísu voru flatir hálffrosnar til að byrja með). Vegna næsturfrosts var ræsing á öllum teigum samtímis kl. ellefu og voru keppendur um 80 talsins.

Úrslit urðu sem hér segir:

  1. 50 ára og eldri

Besta skor án forgjafar átti Ásgerður Sverrisdóttir eða 77 högg.

Flestir punktar með forgjöf: Margrét Óskarsdóttir 35 punktar, Ágústa Dúa Jónsdóttir 34 punktar og Erla Adolfsdóttir 34 punktar.

Karlar 70 ára og eldri

Besta skor átti Bogi Ísak Nilson  eða 82 högg.

Flestir punktar með forgjöf: Bogi Ísak Nilson 37 punktar, Pétur Elíasson 37 punktar og Björn Karlsson 34 punktar.

Karlar 55 ára og eldri

Bestu skor átti Rúnar Svanholt  eða 75 högg.

Flestir punktar með forgjöf: Guðmundur Ágúst Guðmundsson 38 punktar, Ragnar Gíslason 38 punktar, Rúnar Svanholt 37 punktar, Bragi Jónsson 35 punktar og Sæmundur Pálsson 35 punktar.

Þeim sem stóðu fyrir mótstjórn á Akranesi er hér með þökkuð góð störf sem og starfsfólki veitingasölu fyrir ljúfar móttökur. Öllum keppendum, bæði í þessu móti, sem og í öðrum LEK-mótum á árinu er þakkað fyrir þátttökuna. Hittumst öll hress og kát á næstu LEK-golfvertíð á komandi vori.

Stigaútreikningur verður birtur jafnskjótt og hann liggur fyrir.

   

Auglýsingar