Fréttabréf  

Ekki missa af neinu!
Þeir sem óska eftir að gerast áskrifendur af fréttabréfi LEK get gert það hér. 

Lesa meira...

   

Þá er lokið keppni hjá íslenska landsliðinu. Í dag var leikinn einmenningur og var árangur okkar manna sem hér segir: Guðlaugur – 33 punktar, Jens – 33 punktar, Óttar – 33 punktar, Sigurjón – 30 punktar, Páll – 29 punktar og Sigurður – 25 punktar. Samanlagt voru fyrstu fjórir með 129 punkta sem var 12. besti árangur dagsins. Alls fékk liðið 268 punkta í mótinu og enduðu í 12. sæti. Verður það að teljast ágætt eftir að hafa verið í 19. og síðasta sætinu eftir fyrsta daginn.

Það voru heimamennirnir – Austurríkismenn – sem sigruðu með 300 punkta, Tékkar urðu í öðru sæti með 294 punkta og Ítalir í því þriðja með 284 punkta.

Hér má sjá skor á þriðja degi sem og heildarúrslit.

Það voru síðan Bretar sem sigruðu í keppninni án forgjafar.

Á heimasíðu mótsins má sjá þau úrslit.

Það hafa ekki borist myndir frá Evrópumótinu en landsliðið kemur heim á morgun og þá munu verða birtar myndir.

   

Auglýsingar