Mótanefnd og stjórn LEK hafa ákveðið að fella niður viðmiðunarmótið sem átti að fara fram í Vestmannaeyjum þann 1. september n.k. Þetta er gert með hliðsjón af ýmsum ástæðum. M.a. hefur komið upp ágreiningur um skiptingu mótsgjaldsins milli LEK og GV og einnig verður kvennalandslið LEK á leiðinni á Evrópumeistaramótið í Lugano á sama tíma og með þessari ákvörðun missa þær þá aðeins af einu viðmiðunarmóti. Þeir kylfingar sem voru búnir að skrá sig í mótið eru beðnir velvirðingar á þeim óþægindum sem niðurfelling mótsins kann að valda.

Minnt er á viðmiðunarmótið sem fram fer á golfvelli GKG sunnudaginn 2. september og verður það því þriðja viðmiðunarmótið vegna vals á landsliðum fyrir árið 2013. Búið er að opna fyrir skráningu í mótið.