Fréttabréf  

Ekki missa af neinu!
Þeir sem óska eftir að gerast áskrifendur af fréttabréfi LEK get gert það hér. 

Lesa meira...

   

Ströndin séð að 11 flöt1

25.9.2015. Vegna stormaspár á morgun, laugardaginn 26.9, fellur fyrirhuguð Golfgleði LEK niður. 
Við viljum nota tækifærið og þakka þeim sem sýndu mótinu áhuga, bæði með því að skrá sig til þátttöku og eins öllum þeim fjölmörgu sem gáfu glæsileg verðlaun. 
Þá erum við afar þakklát stjórn Golfklúbbsins Keilis sem eftirlét okkur Hvaleyrarvöllinn til mótahalds eftir að við misstum þann sem áður hafði samþykkt að halda mótið. 

Stjórn LEK þakkar fyrir sumarið sem er búið að vera nokkuð gott. 
Við höfum fengið þokkalega mætingu í öll mótin á Öldungamótaröðinni og kunnum vel að meta það, þó við viljum sjá enn fleiri taka þátt þar sem svo margir golfarar eru á þessum viðmiðunaraldri okkar sem er 50+. 

Vonandi verða nokkrir góðir golfdagar í haust áður en veturinn gengur í garð. 

Bestu golfkveðjur til ykkar allra

Stjórn LEK.

 

 

 

   

Auglýsingar