Fréttabréf  

Ekki missa af neinu!
Þeir sem óska eftir að gerast áskrifendur af fréttabréfi LEK get gert það hér. 

Lesa meira...

   

Lokamótið í GR
14.9.2015...
Nú er mikil golfhelgi að baki og mótaröðinni hjá LEK þar með lokið þetta árið.

Leikið var á Hlíðarvelli laugardaginn 12. sept í frábæru veðri. Það voru 106 þátttakendur sem kepptu og var góður leikhraði lengst af.
Það var afar ánægjulegt að spila golf á þessum flotta velli í þessu fína veðri.
Svo skemmtilega vildi til að einn keppandi Ingvar Haraldur Ágústsson fór holu í höggi á 1. braut.

Sunnudaginn 13. sept. var keppt í Grafarholtinu og er óhætt að segja að þar hafi allt verið til mikillar fyrirmyndar.
130 kylfingar mættu og nutu þess að spila þennan frábæra völl í sínu besta standi og blíðviðri.

Nándarverðlaunin á 2. braut og 6. braut voru bæði tekin með holu í höggi og er það ágæt vísbending um gæði vallar, veðurs og færni golfara. 
Jón Alfreðsson fór holu í höggi á 2. braut en Brynhildur Sigursteinsdóttir fór holu í höggi á 6. braut.

Við óskum þeim öllum þremur til hamingju með draumahöggið og óskum eftir að þau hafi samband í síma 8666444 til að nálgast  nándarverðlaunin.

Eitt mót er nú eftir í ár og það er Golfgleðin sem haldin verður 26. september en það mót hefur jafnan verið vinsælt og vel sótt.
Spilað verður á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði og ræst út á öllum teigum kl 14:00.
Við spilum betri bolta - tveir saman í liði- og það verða flott verðlaun í boði.
Þá er bara að fara að huga að makker fyrir Golfgleðina og um að gera að fyljast með þegar opnað verður fyrir skráningu. 

Allir koma saman í mótslok í skála og kveðja þessa golfvertið sem hefur verið afbragðs góð þetta árið, hér sunnan heiða í það minnsta.

Golfgleðin verður auglýst nánar síðar.... 
   

Auglýsingar