Fréttabréf  

Ekki missa af neinu!
Þeir sem óska eftir að gerast áskrifendur af fréttabréfi LEK get gert það hér. 

Lesa meira...

   

Konur í Lithaen
9.9.2015
Um síðustu helgi luku landsliðskonur okkar keppni í Lithaen.
Þær voru heldur óheppnar með veður og svo voru veikindi þannig að fararstjórinn Magdalena Sirrý Þórisdóttir þurfti að hlaupa í skarðið, sjálf með flensu.
Þær höfnuðu í síðasta sæti. Svona er þetta stundum en það gengur bara betur næst.

Þá eru allir hópar búnir með sína leiki.
Karlaliðin 55+ með og án forgjafar kepptu í Lúxemborg en 70+ í Danmörku.

Nú eru tvö mót eftir á Öldungamótaröðinni og bæði eru viðmiðunarmót fyrir landsliðin 2016 og eru bæði um næstu helgi.
Við brýnum fyrir keppendum að athuga skráningu í flokka til að menn fái stig ef þeir eru að spila til landsliðs

Sem sagt, Hlíðarvöllur hjá GM á laugardaginn og Grafarholtið hjá GR á sunnudaginn.
Enn eru lausir rástímar og um að gera að skella sér hvort sem á að keppa til landsliðsstiga eða bara spila flotta velli í góðum félagsskap.
Það eru að venju glæsilegir vinningar í boði eins og sjá má í mótalýsingu á golf.is /mótaskrá

 

 

   

Auglýsingar