Fréttabréf  

Ekki missa af neinu!
Þeir sem óska eftir að gerast áskrifendur af fréttabréfi LEK get gert það hér. 

Lesa meira...

   

Kvennaliðið í Litháen
3. sept.2015.
Dagur eitt gekk ekki alveg upp.
Þrjár fyrstu hófu leik og voru u.þ.b.hálfnaðar þegar leikur var flautaður  af vegna þrumu- og eldingaveðurs.
Þær þrjár seinni máttu nú bíða og sjá til hvenær hægt væri að hefja aftur leik. Eftir ca. fjögurra og hálfs tíma seinkun var leikur aftur hafinn. Þær þrjár sem hófu leik nokkuð snemma um morguninn gátu lokið sínum leik hinar seinni þrjár léku fram í rökkur og þurftu að ljúka sínum hring í morgunn.
Skorið á fyrri hring Ágústa Dúa 90 högg, María Málfríður 86 högg, Ásgerður 78 högg, Rut 97 högg, Kristín 99 högg, Anna Snædís 87 högg.

Nú er öðrum degi lokið hjá stelpunum.
Það var farið eldsnemma á fætur þennan daginn til þess að ljúka við hringinn frá í gær fyrir þær sem ekki gátu klárað vegna veðurs.
Við tók svo seinni hringur í smá rigningarsudda sem þó rjátlaðist af.
Skorið var svona upp og ofan. Ágústa Dúa 101, Ásgerður 85, Anna Snædís 85, Kristín 90, María Málfríður 82, Rut 109.

Á morgun 3. sept.hefst holukeppnin og við spilum við Holland.

Kveðjur heim frá Litháen

   

Auglýsingar