Fréttabréf  

Ekki missa af neinu!
Þeir sem óska eftir að gerast áskrifendur af fréttabréfi LEK get gert það hér. 

Lesa meira...

   

Vestmannaeyjar 17. braut

22.7.2015.  Nýlokið er Íslandsmóti eldri kylfinga á vegum GSÍ og fór mótið fram á hinum stórskemmtilega golfvelli Golfklúbbs Vestmannaeyja. Úrslit má sjá á golf.is. Veður var gott að mestu leyti og ástand vallarins ágætt þó nokkrar flatir hafi verið með versta móti. Það setja flestir keppendur ekki fyrir sig enda keppa allir við sömu aðstæður. Upp úr stendur frábær framkvæmd mótsins þar sem heimamenn lögðu sig alla fram. Eiga þeir bestu þakkir skildar fyrir sín störf. Dvölin í Eyjum hefur örugglega verið flestum ánægjuleg enda er hér um að ræða einn áhugaverðasta stað landsins og þó víða væri leitað.

Töluverðar breytingar hafa orðið á stigalistum LEK við tvö síðustu mót. Nú eru sem sagt sjö mót að baki og tvö eftir. Þar sem árangur sex bestu mótanna gildir við val til landsliða þá þarf nú að taka tillits til þess við útreiking stiganna. Þetta geta keppendur séð á stigatöflunum hér á heimasíðunni.

En kíkjum nú á stöðuna í stigakeppninni og lítum fyrst á konurnar. Þar er staðan sem hér segir en hún miðast við höggleik án forgjafar:

1. Þórdís Geirsdóttir 7.632. stig

2. Steinunn Sæmundsdóttir 6.962. stig

3. María Málfríður Guðnadóttir 6.627. stig

4. Kristín Sigurbergsdóttir 5.786. stig

5. Anna Snædís Sigmarsdóttir 5.090. stig

6. Ásgerður Sverrisdóttir 4.967. stig

 

Karlar 55+ - höggleikur án forgjafar

1. Jón Haukur Guðlaugsson 7.910. stig

2. Gunnar Páll Þórisson 5.792. stig

3. Hörður Sigurðsson 5.358. stig

4. Hilmar Teódór Björgvinsson 4.830. stig

5. Gauti Grétarsson 4.814. stig

6. Sæmundur Pálsson 4.260. stig

 

Karlar 55 + - höggleikur með forgjöf

1. Guðlaugur Kristjánsson 4.138. stig

2. Sigurður Aðalsteinsson 3.577. stig

3. Ásbjörn Þ Björgvinsson 3.458. stig

4. Halldór Svanbergsson 3.318. stig

5. Jónas Tryggvason 2.436. stig

6. Helgi Svanberg Ingason 2.421. stig

 

Karlar 70+ - punktakeppni með forgjöf

1. Jóhann Peter Andersen 6.707. stig

2. Gunnlaugur Ragnarsson 6.247. stig

3. Guðlaugur R. Jóhannsson 6.188. stig

4. Kristinn Jóhannsson 5.399. stig

5. Pétur Elíasson 4.665. stig

6. Helgi Hólm 4.427. stig

Framundan er hlé á Öldungamótaröð LEK og verða næstu mót ekki fyrr en 12. og 13. september n.k. En ýmislegt annað verður á döfinni s.s.  Sveitakeppni eldri kylfinga.
Sjá nánar á golf.is

Hugleiðingar Helga Hólm.
Mynd: Atli Ágústsson. 

 

   

Auglýsingar