Fréttabréf  

Ekki missa af neinu!
Þeir sem óska eftir að gerast áskrifendur af fréttabréfi LEK get gert það hér. 

Lesa meira...

   

golftöffarinn -litil
17.6.2015...Hugleiðing frá Helga Hólm.

Nú eru að baki fimm mót af þeim átta sem mynda Öldungamótaröð LEK. Eins og flestir vita þá hljóta sigurvegarar hvers mót ágætis verðlaun en alls eru veitt tiu verðlaun í hverju móti. Þess utan eru ávallt veitt mörg nánarverðlaun. En Öldungamótaröðin snýst einnig um að keppa um að verða valinn í þau fjögur landslið sem LEK sendir árlega til keppni á Evrópumótum eldri kylfinga. Það er þvi áhugavert að skoða hver staðan er að loknum þessum fimm mótum. Rétt er að geta þess að níunda mótið sem gildir í stigakeppninni er Íslandsmót eldri kylfinga sem er í umsjá GSÍ og verður haldið í Vestmannaeyjum í júlí.

En kíkjum nú á stöðuna í stigakeppninni og lítum fyrst á konurnar.
Þar er staðan sem hér segir en hún miðast við höggleik án forgjafar:

1. Þórdís Geirsdóttir 4.500. stig

2. Kristín Sigurbergsdóttir 4.275. stig

3. Steinunn Sæmundsdóttir 4.230. stig

4. Anna Snædís Sigmarsdóttir 4.140. stig

5. Ásgerður Sverrisdóttir 3.817. stig

6. María Málfríður Guðnadóttir 3.607. stig

Karlar 55+ - höggleikur án forgjafar

1. Jón Haukur Guðlaugsson 5.670. stig

2. Gunnar Páll Þórisson 4.488. stig

3. Hilmar Teódór Björgvinsson 3.630. stig

4. Hörður Sigurðsson 3,486. stig

5. Óskar Pálsson 3.420. stig

6. Gauti Grétarsson 2.814. stig

Karlar 55 + - höggleikur með forgjöf

1. Halldór Svanbergsson 3.318. stig

2. Sigurður Aðalsteinsson 2.444. stig

3. Þorsteinn Reynir Þórsson 2.418. stig

4. Guðlaugur Kristjánsson 2.042. stig

5. Steingrímur Hjörtur Haraldsson 1.968. stig

 6. Ómar Örn Ragnarsson 1.930. stig

Karlar 70+ - punktakeppni með forgjöf

1. Guðlaugur R. Jóhannsson 4.843. stig

2. Gunnlaugur Ragnarsson 4.815. stig

 3. Jóhann Peter Andersen 4.200. stig

4. Hans Jakob Kristinsson 3.836. Stig

5. Kristinn Jóhannsson 3.740. stig

6. Pétur Elíasson 3.461. stig

Næsta mót verður á Hólmsvelli í Leiru laugardaginn 20. júní og er ekki vafi á því að eftir það mót má sjá einhverjar breytingar á þessari stöðu.
Því næst kemur Íslandsmótið um miðjan júlí en í því móti eru veitt fleiri stig en í mótum Öldungamótaraðarinnar.
Eftir sex mót fer heldur betur að hitna í kolunum því að í valinu til landsliða gilda aðeins stig úr sex bestu mótunum. Það má því búast við mjög spennandi keppni á næstunni.

   

Auglýsingar