Fréttabréf  

Ekki missa af neinu!
Þeir sem óska eftir að gerast áskrifendur af fréttabréfi LEK get gert það hér. 

Lesa meira...

   

6 braut á Garðavelli
3.6.2015.
Ný styttist í næsta LEK- mót. Það verður haldið á Garðavelli á Akranesi og er fjórða mótið á Öldungamótaröðinni.
Öldungamótaröðin sem er 8 mót haldin af LEK og eru opin öllum 50 ára og eldri.
Nú spáir fínu veðri á laugardaginn og alveg komin tími á að sú spá gangi eftir.
Þá er nú ekki leiðinlegt að vera á þessum yndislega golfvelli í góðum félagskap eldri kylfinga. 

Endilega kíkið á rástíma og skella sér..fín verðlaun í boði.
Átta hæstu punktaskor fá verðlaun, sama á hvaða teig menn spila.
Svo eru verðlaun fyrir besta skor karla og kvenna af gulum og bláum teigum í höggleik.

Um völlinn:

Golfklúbburinn Leynir var stofnaður 1965 og fagnar í ár 50 ára afmæli.   

Garðavöllur á Akranesi er talinn einn af betri 18 holu golfvöllum landsins og ár hvert eru haldin meistaramót og golfmót á vegum GSÍ sem skipar vellinum í hóp betri keppnisvalla landsins. 

Félagafjöldinn er um 400 manns og hefur alla tíð verið einkennandi fyrir starf klúbbsins öflugt barna og unglingastarf.  

Golfklúbburinn Leynir hefur ávallt átt á að skipa afrekskylfingum sem náð hafa frábærum árangri.

Í ár verður haldið á Garðavelli Íslandsmótið í golfi og mun það fara fram 23. júlí til 26. júlí.

 

   

Auglýsingar