Fréttabréf  

Ekki missa af neinu!
Þeir sem óska eftir að gerast áskrifendur af fréttabréfi LEK get gert það hér. 

Lesa meira...

   

Grindavík 11 hola

18.5.2015. 
Nú styttist í annað golfmót sumarsins hjá LEK en það verður á Húsatóftavelli 23.5.2015. 
Þegar þetta er skrifað eru 124 leikmenn búnir að skrá sig og því um að gera að finna sér rástíma.
Styrktaraðili mótsins er Ecco og verða glæsileg verðlaun að vanda.
Ekki missa af þessu - það verður örugglega skemmtilegt að spila þennan frábæra völl í góðum félagskap.

Aðeins um völlinn:

Golfklúbbur Grindavíkur var stofnaður árið 1981, þann 14. maí.Jóhann Möller átti sumarhús í Staðarhverfi og hafði útbúið 4 brautir og holur á bökkunum.
Hann hvatti heimamenn eindregið til að koma og spila og til að stofna golfklúbb og færa út kvíarnar.
Völlurinn var 2004 13 holu völlur, fimm þeirra eru á bökkunum og átta eru norðan þjóðvegarins og teygja sig skemmtilega inn í hraunið í austurátt.
Árið 2009 var hafist handa við stækkun á vellinum í 18 holur eftir teikningum frá Hannesi Þorsteinssyni og yfirstjórn Bjarna Hannessonar vallarstjóra.
Formleg opnun 18 holu Húsatóftavallar var með opnunarmóti þann 28. júlí 2012.
Í janúar 2011 var einnig ráðist í endurbætur á íbúðarhúsnæði í eigu golfklúbbsins með það að markmiði  að þar væri framtíðar golfskáli GG.
Formleg opnun skálans var 1. júlí árið 2012.
Núverandi formaður er Halldór Einir Smárason

 

 

   

Auglýsingar