Fréttabréf  

Ekki missa af neinu!
Þeir sem óska eftir að gerast áskrifendur af fréttabréfi LEK get gert það hér. 

Lesa meira...

   

12.5.2015 

Gunnar Árnason- lítil mynd

Fimmtudagskvöldið 7. maí s.l. var kynning á starfi eldri borgara í Golfklúbbi Reykjavíkur í Grafarholtinu.
Jón B. Stefánsson, formaður nýrrar nefndar um starfs eldri kylfinga GR, bauð LEK að koma og kynna sín mál á þessum fundi. Kolbrún og Gunnar Árnason, varaformaður og formaður mótanefndar LEK, mættu og fengu ágætan tíma til að flytja sitt mál. Kolbrún fór yfir stöðuna hjá Landssamtökunum og mótaskrána en Gunnar Árnason fór yfir stigaútreikning og ýmsar breytingar á henni í gegnum árin.
Þá kynntu þau breytingar á viðmiðunarreglum, einkum hjá kvennaliðinu, en það er nú búið að samræma reglur allra liða þannig að nú telja sex bestu hringir af níu hjá öllum liðum og keppt verður um landsliðssæti árið áður en mót fer fram.
Öll mótin á Öldungamótaröðinni í ár auk Íslandsmóts eldri kylfinga gefa stig til landsliðs 2016 en auk þess gefa fimm fyrstu mótin stig hjá konum fyrir keppnisárið 2015.
Fundurinn var mjög vel sóttur og ánægjulegur. Fyrirmyndarframtak hjá GR eins og við var að búast.

Stjórn LEK þakkar fyrir ánægjulegt kvöld og fyrir þetta tækifæri til að kynna sína starfsemi.

 

   

Auglýsingar