Fréttabréf  

Ekki missa af neinu!
Þeir sem óska eftir að gerast áskrifendur af fréttabréfi LEK get gert það hér. 

Lesa meira...

   

7.5.2015. Nú stendur yfir skráning í fyrsta mótið á Öldungamótaröðinni 2015 sem fram fer á Strandarvelli hjá GHR 16.maí.
Kylfingar eru eindregið hvattir til að vanda val á keppnisflokki.

 Strandavöllur -Hella
Strandarvöllur – Golfklúbbur Hellu

Strandarvöllur á Rangárvöllum hefur öll einkenni strandvallar þó hann sé fjarri ströndum Suðurlands. Einkenni Strandarvallar eru sandhólar og melgresi sem grær í lausum sandinum utan brauta. Áin Strandarsíki liðast um völlinn og kemur í leik á nokkrum brautum. Golfkennarinn Barry Guttridge teiknaði völlinn. Á Strandarvelli er ein lengsta braut landsins, 542 metrar. Hún er bæði bein og flöt og hafa litlar flugvélar lent á henni. Sérkennilegasta brautin eða réttara sagt flötin er á 12. braut. Þar er innáhöggið vandasamt og boltinn vill oft ekki stoppa á flötinni eftir pútt. Hægt er að spila á Strandarvelli snemma vors og langt fram á vetur. Frægt er 1. maí mótið á Hellu en það er eitt fyrsta mót hvers árs á Íslandi.

Strandarvöllur tilheyrir Hellu og oft kenndur við bæjarfélagið en að Strandarvelli standa átta sveitarfélög í Rangárvallasýslu. Það er ótrúlegt að svo fámennur klúbbur geti haldið úti svo stórum og myndarlegum velli.

   

Auglýsingar