Fréttabréf  

Ekki missa af neinu!
Þeir sem óska eftir að gerast áskrifendur af fréttabréfi LEK get gert það hér. 

Lesa meira...

   

5.5.2015. Fyrir nokkru birtist viðtal við formann Lek á

heimasíðunni Lifðu núna þar sem Kolbrún hvetur

konur til að taka þátt í mótum LEK. Hér birtist

hluti af viðtalinu:

 

Það er tilhlökkun í loftinu enda sumarið framundan. 

Golf er eitt það besta sem ég get hugsað mér 

enda er allt skemmtilegasta fólkið þar,“ segir Kolbrún 

Stefánsdóttir, formaður Landssamtaka eldri kylfinga, LEK. 

Eftir óvenju langan, vindasaman og úrkomumikinn 

vetur er loks vor í lofti.

„Það er allt að fara í gang. Við höldum níu mót í sumar 

og það er að skýrast hvar þau verða haldin. 

Við stefnum að því að halda afmælismót síðsumars,“ 

segir Kolbrún og brýnir konur til þátttöku.

 „Ég vil gjarnan sjá fleiri konur í mótum hjá okkur.“ 

Hægt er að fara inn á heimasíðu LEK, LEK.is en þar er

birtur listi yfir mótin og allar tímasetningar. 

Á hverju móti eru vegleg verðlaun boði fyrir átta bestu 

skor með punktum."

 

   

Auglýsingar