Fréttabréf  

Ekki missa af neinu!
Þeir sem óska eftir að gerast áskrifendur af fréttabréfi LEK get gert það hér. 

Lesa meira...

   

 

golfari4.5.2015 Nú styttist í að fyrsta mótið á Öldungamótaröðinni 2015 fari fram á Strandarvelli hjá GHR.

Á síðasta ári var nokkuð um það að fólk skráði sig í rangan flokk og talsverð vinna var við að leiðrétta skráningar.

Því viljum við árétta  þá flokka sem keppt verður í, sem eru eftirfarandi:

LEK – Konur 49+, bláir teigar,  til landsliðs

LEK – Konur 50+, rauðir teigar

LEK – Karlar 50-54, gulir teigar

LEK – Karlar 54+, gulir teigar, til landsliðs

LEK – Karlar 69+, gulir teigar, til landsliðs

LEK – Karlar 70+, rauðir teigar

Allir sem eru 50 ára og eldri hafa rétt á þátttöku í mótunum. Þeir kylfingar sem náð hafa viðmiðunaraldrinum  þegar Evrópumót næsta árs fara fram, geta einnig tekið þátt og fengið stig vegna landsliða 2016.  Árangur þeirra reiknast þó ekki með í keppninni um stigameistara Öldungamótaraðarinnar 2015.

Samkvæmt reglugerð fást aðeins stig í þeim flokki sem fólk skráir sig í og er því nauðsynlegt að vanda skráninguna og velja réttan flokk.
Sem dæmi má nefna að sá sem er skráður í flokk „LEK – Karlar 70+, rauðir teigar“ fær ekki stig vegna landsliðs.

   

Auglýsingar