Fréttabréf  

Ekki missa af neinu!
Þeir sem óska eftir að gerast áskrifendur af fréttabréfi LEK get gert það hér. 

Lesa meira...

   

Þar sem Ísland virðist nú hafa keypt sér áskrift

að haustlægðum en þær koma nú í hrönnum þá

hefir LEK ákveðið að engin Golfgleði verði

haldin þetta haust. Kannski verður þá bara 

ástæða til að gleðjast í vor með hækkandi sól.

 

Öldungamótaröðin

Þá hefur einnig verið ákveðið að afhenda sigurlaun

á Öldungamótaröðinni á aðalfundi LEK en hann

verður væntanlega haldin í byrjun desember.

 

Samskipsmótið

Verðlaun fyrir mótið í Vestmannaeyjum eru

til afhendingar í Golfbúinni í Hafnarfirði en 

nándarverðlaun verða send heim til þeirra sem 

þau hlutu.

 

Landslið LEK

Þar sem nú er lokið keppni um skipan karlalands-

liða LEK fyrir árið 2015 er ekki úr vegi að 

nefna þá sem þau munu skipa.

 

Landslið 55 ára án forgjafar:

Jón Haukur Guðlaugsson

Sæmundur Pálsson

Óskar Sæmundsson

Rúnar Svanholt

Skarphéðinn Skarphéðinsson

Óskar Pálsson

 

Landslið 55 ára með forgjöf:

Ragnar Gíslason

Þórhallur Sigurðsson

Tómas Jónsson

Jóhann Peter Andersen

Haraldur Örn Pálsson

Hafþór Kristjánsson

 

Landslið 70 ára og eldri:

Jóhann Peter Andersen

Sigurjón R Gíslason

Helgi Hólm

Hans Jakob Kristinsson

Jens Karlsson

Guðlaugur R Jóhannsson

 

Í 55 ára liðunum er ekki um mikla breytingu

að ræða frá 2014. Í fyrra liðinu verður sú

breyting að Rúnar Svanholt leysir Snorra

Hjaltason af hólmi og í síðara liðinu

kemur Haraldur Örn Pálsson í stað Sigurðar

Aðalsteinssonar. Í 70 ára liðinu eru meiri

breytingar - aðeins Jens Karlsson og Helgi

Hólm voru í liðinu á þessu ári. 

 

Fljótlega verður farið nánar yfir þau mót sem

liðin munu taka þátt í á næsta ári. Keppnin um

þátttöku í kvennalandsliðinu mun halda áfram

næsta vor.

 

   

Auglýsingar