Fréttabréf  

Ekki missa af neinu!
Þeir sem óska eftir að gerast áskrifendur af fréttabréfi LEK get gert það hér. 

Lesa meira...

   

Heimasíðan minnir á að Golfgleði LEK 2014 fer fram

á Korpuvelli laugardaginn 27. september. Þótt það sé 

rigning í spánni þá er þar einnig logn sem betur fer.

Þótt nú hausti að og lægðir heimsæki okkur í röðum

þá eru menn enn duglegir að mæta í golf enda eru

flestir vellir í góðu ásigkomulagi þökk sé mjög

góðu gróðursumri.

 

Eins og ávallt eru vinningar í Golfgleðinni ekki

af verri endanum. Þar má nefna ferð með Vitaferðum,

flugmiðum frá Wow og hótelgistingu svo eitthvað

sé nefnt.

 

Samfara verðlaunaafhendingu að mótinu loknu 

munu verða veitt verðlaun til efstu manna og 

kvenna á Öldungamótaröð LEK 2014.

 

LEK-kylfingar eru hér með hvattir til að taka

þátt í Golfgleðinni og ljúka keppnisári 2014

með viðeigandi stæl.

 

 

   

Auglýsingar