Fréttabréf  

Ekki missa af neinu!
Þeir sem óska eftir að gerast áskrifendur af fréttabréfi LEK get gert það hér. 

Lesa meira...

   

Kvennalandslið LEK er nú mætt til leiks á

golfvellinum Gut Altentann við Vallersee

í Austurríki til þátttöku í Evrópumeistarmóti

eldri kvenkylfinga. Keppnin átti að hefjast

á morgun en ekki er útlit fyrir að það standist

 því úrhellisrigning er á mótsstað. Hér 

fer á eftir frásögn Margrétar Geirsdóttur

fararstjóra liðsins:

 

,,Hér rignir eldi og brennisteini. Gut Altentann
golf völlurinn er óleikhæfur vegna bleytu.
Við höfum ekkert spilað enn sem komið er.
Búið er að fella niður æfingahring sem spila átti í gær
og fyrri dag höggleiks sem leika átti í dag.  
Búið er að fresta seinni hring höggleiks þangað til
á fimmtudag. Ekkert verður spilað á morgun
enda hefur rignt látlaust í allan dag og samkvæmt
spánni á að rigna til hádegis á morgunn.
 
Höggleikur verði spilaður á fimmtudag.
Ég reikna með að eftir höggðleikinn verði liðunum
17 skipt í 5 riðla. Í fyrstu þremur riðlunum verða
4 lið, í 4. riðli verða 3 lið og þeim 5. 2 lið.
Þá verður holukeppni um sæti spiluð á föstudag
og laugardag. 
 
Þetta er versta martröð sem mótshaldarar geta
lent í. Við Ísleningarnir höfum mikla samúð með þeim."
 
Hér er hlekkur inn á heimasíðu mótsins en
heimasíðan mun fylgjast með gangi mála.
 
Lið Íslands er skipað eftirtöldum kylfingum:
Anna Sigmarsdóttir
Ásgerður Sverrisdóttir
Erla Adolfsdóttir
Kristín Sigurbergsdóttir
María Guðnadóttir
Steinunn Sæmundsdóttir
Liðsstjóri er Margrét Geirsdóttir.
 
   

Auglýsingar