Fréttabréf  

Ekki missa af neinu!
Þeir sem óska eftir að gerast áskrifendur af fréttabréfi LEK get gert það hér. 

Lesa meira...

   

 

Öðruvísi golfmót

LEK og Nesklúbburinn halda óvenjulegt golfmót

7. september næstkomandi. Mótið er sambland

af golfmóti og hraðskák.


Tilefnið er að eftir heimsmeistaraeinvígið í skák 1972

hittust þeir Boris Spassky og Bobby Fischer á Bessastöðum

5. september. Eftir fundinn fór Fischer til Keflavíkur

að spila keilu en Spassky fór út á Nesvöll að slá golfkúlur.

Til að minnast þessa og 50 ára sögu Golfklúbbs Ness

er golf-skákmót haldið. Golf-skák fer þannig fram að

keppendur keppa fyrst í golfi og síðan í hraðskák. 
Fyrst er leikinn níu holu höggleikur og ræst er út

á öllum teigum samtímis. Eftir golfleikinn er sest niður

við tafl og leiknar 7 hraðskákir eftir Monradkerfi.

Sigurvegari verður sá sem hefur bestan samanlagðan

árangur, sætaskipan, í golfleiknum og skákinni.

Verði tveir eða fleiri jafnir ræður betri árangur í golfinu

hver hlýtur fyrsta sæti. Boðið verður upp á súpu

eftir golfmótið áður en skákmótið hefst.

Golf-skákmótið er opið öllum sem kunna bæði

skák og golf. Keppendur eru beðnir að hafa mér sér

taflmenn, klukku og golfkylfur.

 

Verðlaun:

Fyrir fyrsta sæti  er ferð til áfangastaða WOW í Evrópu

að eigin vali.

Nándarverðlaun á holum 2 og 5 eru AGA-gaskútar.

AGA gefur teiggjafir.

Dregið verður úr skorkortum um konfekt frá Nóa-Síríus.

 

Fylgist með þegar opnað verður fyrir skráningu

á golf.is. Athugið að keppendafjöldi er takmarkaður,

aðeins komast 48 keppendur að.  Þátttökugjald

er kr. 5.000.

 

   

Auglýsingar