Fréttabréf  

Ekki missa af neinu!
Þeir sem óska eftir að gerast áskrifendur af fréttabréfi LEK get gert það hér. 

Lesa meira...

   

Við biðjum þátttakendur afsökunar

8. mótið á Öldungamótaröð LEK fór fram á Leirdalsvelli

GKG síðastliðinn sunnudag (17. ágúst). Eins og keppendur

urðu varir við  skorti talsvert á að framkæmd mótsins

stæðist okkar kröfur. Þetta orsakaðist af misskilningi

milli undirrtaðs og forráðamanna GKG.

LEK vill biðja alla þátttakendur afsökunar á þessu

og mun reyna að sjá til þess að svona lagað

endurtaki sig ekki.

 

Það er hins vegar umhugsunarvert hversu margir

sem skrá sig í mótin á Öldungamótaröðinni eiga

erfitt með að skrá sig í réttan flokk. Við viljum bjóða

upp á möguleika fyrir sem flesta að taka þátt

og þess vegna eru settir upp flokkar kvenna og karla

70 ára  og eldri sem ekki þurfa að keppa um

landsliðsstig og leika því af rauðum teigum.

Vonandi gefur fólk sér aðeins betri tíma til að velja

sér flokk á mótum í framtíðinni.

 

Annað sem keppendur þurfa að taka sig verulega

á við er að auka leikhraða. Hann hefur verið algjörlega

óásættanlegur í mörgum mótum. Í mótinu á sunnudaginn

var t.d. þriðji ráshópur heilar 5 klukkustundir þótt aldrei

þyrfti að bíða eftir að farið var af 1. teig. Lokaráshópurinn

sem átti skráðan rástíma kl. 12:20 skilaði sér ekki fyrr en

um 6 klukkustundum seinna. Við þurfum líklega að fara

að dæmi meistaraflokka og tímamæla okkar fólk til að

leikhraði verði eðlilegur.

 

Fyrir hönd mótanefndar LEK

Gunnar Árnason

   

Auglýsingar