Fréttabréf  

Ekki missa af neinu!
Þeir sem óska eftir að gerast áskrifendur af fréttabréfi LEK get gert það hér. 

Lesa meira...

   

Það eru engin félgasgjöld hjá LEK. Aftur á móti

hafa félagar í LEK fengið senda áskorun um að 

greiða svokallað styrktarfélagagjald að upphæð

kr. 2.000. Mjög margir hafa innt þetta gjald 

af hendi og eiga þeir miklar þakkir skildar

því innkoman af styrktargjöldunum vegur þungt

þegar kemur að því að greiða kostnaðinn af

rekstri LEK.

 

Útsendir greiðsluseðlar verða virkir út ágúst

og september og er því enn tími til að 

greiða þessa upphæð og leggja með því

starfsemi LEK lið. Ef einhverjir sem styðja

vilja LEK hafa ekki fengið greiðsluseðil þá

má hafa samband við gjaldkera LEK.

 

Vert er að vekja athygli á þeim viðburðum

á dagskrá LEK sem eru á döfinni það sem 

eftir lifir þessarar golfvertíðar:

 

16. ágúst - 7. mót Öldungamótaraðar hjá GKJ

17. ágúst - 8. mót Öldungamótaraðar hjá GKG

6. sept. - Golf-skák hjá Nesklúbbnum

13. sept. - 9. mót Öldungamótaraðar hjá GV

20. sept. - Golfgleðin hjá GR

 

Þá er enn eftir að ákveða hvenær Hjóna-

og parakeppni LEK fer fram.

 

LEK vill hvetja sem flesta félaga til að taka

þátt í ofannefndum viðburðum. Það er 

félagsskapnum til framdráttar að sem 

flestir taki virkan þátt í starfinu.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hressir LEK kylfingar tilbúnir í slaginn.....

 

   

Auglýsingar