Fréttabréf  

Ekki missa af neinu!
Þeir sem óska eftir að gerast áskrifendur af fréttabréfi LEK get gert það hér. 

Lesa meira...

   

5. mótið á Öldungamótaröð LEK - MAX1 mótið fór fram á Hamarsvelli í Borgarnesi í dag í algjörri veðurblíðu. Sigurvegari varð Jónas Tryggvason en hann kom ínn á 37 punktum, í öðru sæti varð Magnús Ólafsson með 35 punkta og í þriðja sæti var Jens Karlsson einnig  með 35 punkta. Nöfn næstu veðrlaunahafa má sjá hér á golf.is

Bestu skor dagsins áttu Steinunn Sæmundsdóttir - 86 högg - og Sæmundur Pálsson - 76 högg.

 

 

 
 

 

Heimasíðunni hafa ekki borist upplýsingar um það hverjir urðu næst holu á brautum 10. og 16.  Úr því verður bætt.

Sigurvegurum er hér með óskað til hamingju en verðlaunum verður komið til þeirra á næstunni. Það var MAX1 sem gaf verðlaun í mótið og er fyrirtækinu að sjálfsögðu færðar bestu þakkir fyrir.

 

Öðrum þátttakendum er þakkað fyrir góðan dag í einu besta golfveðri sumarsins fram til þessa. Hamarsvöllur reyndist mörgum erfiður og hefur undanfarandi vætutíð sett mark sinn á völlinn. Þrátt fyrir það var eins og ávallt mjög skemmtilegt að glíma við þennan frábæra völl. Mótstjórn og starfsfólki golfklúbbsins eru færðar bestu þakkir fyrir frábær störf.

   

Auglýsingar