Fréttabréf  

Ekki missa af neinu!
Þeir sem óska eftir að gerast áskrifendur af fréttabréfi LEK get gert það hér. 

Lesa meira...

   

 Umhverfi Hamarsvallar er sérstaklega fallegt með einstakri fjallasýn. Hamarsvöllur dregur nafn sitt af bóndabýlinu Hamri þar sem íbúðarhúsið stendur enn. Þar er aðstaða klúbbsins og farfuglaheimili. Hamarsvöllur er tiltölulega nýr sem 18 holu völlur, var opnaður árið 2007. Kringum brautir hefur verið plantað óhemju mörgum trjám og getur hann orðið skógarvöllur er fram líða stundir. Brautir vallarins er mjög fjölbreyttar. Þar er bæði slegið upp í móti og undan halla og koma mýrarnar austan Hamars í leik á vellinum. Einnig koma holtin við sögu og geta boltar skoppað langt lendi þeir á klöppunum. Einkennishola vallarins er 16. brautin sem er par þrjú hola. Þar er slegið út á eyju sem mynduð hefur verið í mýrarflóanum.

 

Það er eftir því tekið hvað Hamarsvöllur er snyrtilegur og er allur frágangur og umhirða plantna gerð af mikilli natni. Er ekki efi á því að LEK félagar muni njóta þess út í æsar að keppa þar n.k. laugardag.

 

   

Auglýsingar