Fréttabréf  

Ekki missa af neinu!
Þeir sem óska eftir að gerast áskrifendur af fréttabréfi LEK get gert það hér. 

Lesa meira...

   

 Mót númer fimm í Öldungamótaröð LEK fer fram á Hamarsvelli laugardaginn 28. júní n.k. Er ekki vafi á því að það verður fjölmennt mót því þarna er um einn skemmtilegasta völl landsins að ræða og einnig harðnar nú keppnin um að komast í landslið LEK.

Það er því ekki úr vegi að skoða hvernig staðan er í þeim málum.

 

Landslið kvenna 2014:

Mótið í Borgarnesi er það síðasta af átta mótum sem gilda vegnas valsins á landsliði LEK sem tekur þá í Evrópumótinu í september. Eftir sjö mót er staðan sem hér segir:

1. María Málfríður Guðnadóttir 1375 stig

2. Steinunn Sæmundsdóttir 1367,5 stig

3. Ásgerður Sverrisdóttir 1345 stig

4. Kristín Sigurbergsdóttir 949,2 stig

5. Anna Snædís Sigmarsdóttir 930 stig

6. Erla Adolfsdóttir 920 stig

Í næstu sætum  koma Margrét Ósk með 897,5 stig, Magdalena Sirrý með 868,8 stig , Ágústa Dúa með 850 stig og Guðrún Garðarsdóttir með 844,2 stig. Það má telja nokkuð víst að þær þrjár efstu séu nokkuð öruggar með sæti í liðinu en það má búast við miklum slag um hin sætin öll.

 

 

Landslið karla 2015 - án forgjafar:

Mótið í Borgarnesi er það fimmta af níu mótum sem gilda vegna valsins á landsliði LEK sem tekur þá í Evrópumótinu á næsta ári. Eftir fjögur mót er staðan sem hér segir:

1. Jón Haukur Guðlaugsson 5155 stig

2. Óskar Sæmundsson 3307,5 stig

3. Rúnar Sandholt 3117,9 stig

4. Snorri Hjaltason 2381,3 stig

5. Sæmundur Pálsson 2348,4 stig

6. Skarphéðinn Skarphéðinsson 2054 stig

Í næstu sætum  koma Hörður Sigurðsson með 1940,3 stig og Óskar Pálsson með 1935 stig. Þar sem heil fimm mót eru eftir þá er öruggt að hér geta orðið miklar breytingar en þar sem öll níu mótin telja þá er mikilvægt að standa sig vel í sem flestum mótanna.

 

 

Landslið karla 2015 - með forgjöf:

Mótið í Borgarnesi er það fimmta af níu mótum sem gilda vegna valsins á landsliði LEK sem tekur þá í Evrópumótinu á næsta ári. Eftir fjögur mót er staðan sem hér segir:

1. Ragnar Gíslason 2991,3 stig

2. Tómas Jónsson 2328,8 stig

3. Sveinn Jónsson 2208,8 stig

4. Halldór Svanbergsson 1980 stig

5. Þorsteinn Reynir Þórsson 1845,5 stig

6. Walter Hjartarson 1638,5 stig

Í næstu sætum  koma Guðjón Sveinsson með 1500 stig og Þórhallur Sigurðsson með 1487 stig. Hér má einnig búast við miklum breytingum á stigalistanum áður en yfir lýkur.

 

Landslið karla 70+ 2015:

Mótið í Borgarnesi er það fimmta af níu mótum sem gilda vegna valsins á landsliði LEK sem tekur þá í Evrópumótinu á næsta ári. Eftir fjögur mót er staðan sem hér segir:

1. Sigurjón R Gíslason 4582,5 stig

2. Jóhann Peter Andersen 3858,8 stig

3. Helgi Hólm 2970 stig

4. Pétur Elíasson 2906,3 stig

5. Ragnar Guðmundsson 2621,3 stig

6. Kjartan Guðjónsson 2602,5 stig

Í næstu sætum  koma Elías Þ Magnússon með 2486,3 Hans Jakob Kristinsson með 2321,3 stig og Jens Karlsson með 2223,8 stig. Eins og í hinum karlaflokkunum verður hart barist um sæti í liðinu þó telja megi að Sjonni og Jóhann séu komnir með gott forskot. En eins og allir vita þá getur allt gerst í golfi :)

 

Eins og áður sagði þá er Hamarsvöllur með fallegri völlum landsins og hér má sjá gott dæmi um það:

 

 
   

Auglýsingar