Fréttabréf  

Ekki missa af neinu!
Þeir sem óska eftir að gerast áskrifendur af fréttabréfi LEK get gert það hér. 

Lesa meira...

   

 

 

Vinningshafar í móti fjögur í Öldungamótaröðinni - Golfbúðin Hafnarfirði - urðu sem hér segir (Leiðrétt):

1 Halldor Svanbergsson GKG 39 punktar
2 Sveinn Jónsson GK 37 punktar
3 Walter Hjartarson GR 36 punktar
4 Þór Geirsson GO 36 punktar
5 Sæmundur Pálsson GK 35 punktar
6 Sigurður Hafsteinsson GR 35 punktar
7 Guðmundur Arason GR 35 punktar
8 Rúnar Svanholt GR 35 punktar

 

Mótið fór fram í ýmsum veðurútgáfum. Um morguninn var lygnt og rigning en um eittleytið stytti upp en þá fór að blása. Völlurinn var mjög góður og árangur frábær.

Steinunn Sæmundsdóttir var með besta skor kvenna í höggleiknum - 82 högg en í karlaflokki léku fjórir á 73 höggum en í fyrsta sæti varð Sæmundur Pálsson.

 

Vinningshafar munu fljótlega geta nálgast verðlaun sín í Golfbúðinni í Hafnarfirði. Er þeim öllum óskað til hamingju með góðan árangur, keppendum þökkuð þátttakan og starfsfólki á Strandarvelli færðar þakkir fyrir sérlega vel framkvæmt mót. Öll úrslitin eru síðan á golf.is

Það komst víst enginn nær holu á 13. braut en Birgir Guðbjartsson en hann fór beint í holuna í fyrsta höggi en okkar vantar enn nafn þess sem varð næstur holu á 2. braut.

 

 

 
         
         
   

Auglýsingar