Fréttabréf  

Ekki missa af neinu!
Þeir sem óska eftir að gerast áskrifendur af fréttabréfi LEK get gert það hér. 

Lesa meira...

   

Þá er keppni lokið á Evrópumótinu í Portugal og liggur fyrir árangur B liðs. Þeir stóðu sig afar vel - misstu að vísu Finna upp fyrir sig og enduðu í fimmta sæti en tuttugu og ein þjóð tók þátt í keppninni. Liðið lék samtals á 901 höggi en Portugalir urðu sigurvegarar. Íslenska liðið hélt Ítölum, Þjóðverjum og Bretum fyrir aftan sig sem verður að teljast vel af sér vikið.

 

Hér má sjá heildarútslitin.

 

 Ragnar Gíslason lék best allra í liðinu og varð hann númer 10 í einstaklingskeppninni á 222 höggum og Sigurður Aðalsteinsson fylgdi fast á hæla hans í 15. sæti með 223 högg.

 

Þegar þetta er ritað liggja ekki fyrir úrslit í keppni A liða.

 

 

   

Auglýsingar