Fréttabréf  

Ekki missa af neinu!
Þeir sem óska eftir að gerast áskrifendur af fréttabréfi LEK get gert það hér. 

Lesa meira...

   

Forsetafundur ESGA var haldinn í dag þar sem Henry Gränz var valinn í stjórn til þriggja ára. Hann mun sinna samskiptum og framtíðarsýn ESGA.

Í ræðu forseta ESGA, Georges Gevers, kom fram að Evrópukeppni öldunga er stærsta mótið með forgjöf. Hann talaði út frá orðunum réttlæti og jafnræði í því sambandi og hve nauðsynlegt er að allar þjóðir hefðu eins eða sambærilegt kerfi um hvernig forgjöf er reiknuð og skráð. Hann hefur skrifað Spánverjum bréf til að hvetja þá til tryggja að þeirra keppendur hafi rétta forgjöf. Spænski forsetinn tjáði fundinum að þeir hefðu sett þá viðbótarreglu að eftir að einstaklingur hefur spilað sig inn í landslið að þá geti forgjöf hans ekki hækkað meir en um 0,5 þar til lands keppni fer fram.

Næstu Evrópukeppni eru 9-14 ágúst 2015 í Luxemburg,
2-4 ágúst 2016 í Noregi og 2018 í Póllandi. Meistakeppnin (70+) fer fram í Danmörku 28. maí - 3. júní 2015, Belgíu 2016 og Tékklandi 2017.

 
 
   

Auglýsingar