Fréttabréf  

Ekki missa af neinu!
Þeir sem óska eftir að gerast áskrifendur af fréttabréfi LEK get gert það hér. 

Lesa meira...

   

Himinn

17.9.2015.

Nú er búið að opna fyrir skráningu í Golfgleði LEK sem haldin verður laugardaginn, 26. september 2015 á Hvaleyrarvellinum í Hafnarfirði.

Um er að ræða parakeppni, betri bolti, þar sem betra skor í punktum á hverri holu telur.

Allir sem ná 50 ára aldri á árinu og eldri hafa keppnisrétt.

Mótsgjald er kr. 5.000 og hámarksforgjöf er 24 fyrir karla en 28 fyrir konur.

Ræst verður út á öllum teigum samtímis stundvíslega kl. 14:00 og síðan verða viðeigandi mótsslit að leik loknum í golfskálanum.

Veitingasala Keilis verður opin og þar má fá ýmsar kræsingar. 

Glæsileg verðlaun verða veitt 12 punktahæstu pörunum og nándarverðlaun verða veitt á öllum par 3 brautum.

Þá verða verðlaun fyrir lengsta upphafshögg á þrettándu braut bæði karla og kvenna.

Í lokin verður dregið úr skorkortum þeirra sem ekki ná verðlaunum.

Vinningar eru t.d. ferðaávísanir frá Borgun sem styrkir mótið,

ferðavinningar frá öllum flottustu fyrirtækjum í farþegaflugi.

Vöruúttektir í verslunum sem selja útivistarfatnað og vandaðir golfkerrupokar... svo fátt eitt sé nefnt. 

Endilega nýtið ykkur þetta stórskemmtilega mót til að spila frábæran völl í frábæru ástandi.

Með golfkveðju

Stjórn LEK.

 

 

 

 

   

Auglýsingar